Líđur börnum illa í skólum?
Gísli Baldvinsson, náms- og starfsráđgjafi, gerđi könnun á vegum Skólaţróunarsviđs Háskólans á Akureyri á líđan barna í grunnskólum Akureyrarbćjar. Könnunin var gerđ skólaveturinn 2004-2005 ađ beiđni Skólanefndar Akureyrar og unnin af Ingólfi Ármannssyni, fv. skóla- og menningarfulltrúa. Niđurstöđur könnunarinnar eru mjög í takt viđ ţađ sem kom fram í könnun umbođsmanns barna, ţ.e. ađ börnum líđi ekki nógu vel í skólanum og ađ líđan ţeirra fari versnandi. Samkvćmt könnuninni eru ekki tengsl á milli versnandi líđanar barna og slćmra kjara. Ástćđan er frekar sú ađ foreldrar átta sig ekki á ábyrgđinni sem tengist námi og líđan barna ţeirra í skólanum. Í niđurstöđum rannsóknarinnar kemur m.a. fram ađ engar áćtlanir virđast vera uppi um ađ bćta líđan nemenda, heldur er ţvert á móti stefnt ađ auknu námsálagi á nćstu árum. Ađ mati Gísla eru litlar eđa engar áćtlanir til um hvernig bćta megi líđan barna og góđar hugmyndir frćđimanna og skýrar niđurstöđur rannsókna séu ekki nýttar til úrbóta.

Líđan barna í skólum
Í desember áriđ 2003 setti umbođsmađur barna, Ţórhildur Líndal, í gang tilraunverkefniđ Ráđgjafabekkir umbođsmanns barna í ţeim tilgangi ađ fá fram skođanir og sjónarmiđ umbjóđenda sinna. Ráđgjafarnir voru 322 nemendur á aldrinum 10 ? 12 ára. Lagđar voru fyrir ţá ţrjár kannanir. Í ţeirri fyrstu var spurt um líđan ţeirra og ađbúnađ í skólanum, önnur fjallađi um tilveruna ađ loknum skóladegi og ţriđja könnunin sem lögđ var fyrir ráđgjafana fjallađi um streitu í lífi grunnskólabarna á Íslandi.

Ţegar ráđgjafahópurinn í 5. og 7. bekk var spurđur um leiđir til ađ draga úr streitu kom fram ađ 77 % hans telja heimanám til streituvalda. Flestir, eđa 80%, voru sammála um ađ efling vináttu í bekkjum myndi, ásamt minna heimanámi, draga úr streitu.

Athygli vekur ađ í viđhorfum fulltrúa í nemendaráđum hjá ráđgjafahópi í 7. - 10. bekk kemur fram ađ meirihluti ţeirra, eđa 65%, telur unglinga lifa streitufullu lífi. Algengasta ástćđan var sögđ of mikiđ vinnuálag, ţ.e. of mörg próf og heimalćrdómur. Ţegar hópurinn var spurđur um orsakir streitu í daglegu lífi töldu 65% ţađ vera heimalćrdóm en 55% nefna lífsgćđakapphlaupiđ. Ţegar fulltrúar voru spurđir um hvađa ţćttir valdi helst streitu hjá foreldrum, kemur fram ađ 67% telja ţađ vera vinnuna, 45% áhyggjur af eigin börnum og 36% ţreytu og tímaskort. Ţađ er áhyggjuefni ef unglingar fá sektarkennd yfir ţví ađ foreldrar ţeirra hafa ekki tíma eđa orku til ađ sinna ţeim sem skyldi. Ţegar fulltrúar 7. - 10. bekkja voru ađ lokum spurđir hvađa leiđir ţeir teldu bestar til ađ draga úr streitu hjá nemendum töldu 49% ţađ vera minna heimanám, 36% úrbćtur í félagslegu umhverfi og 32% töldu ţađ vera betri skipulagning kennara.

Of mikil vinna foreldra leiđir til ţreytu og skorts á tíma til ađ sinna börnunum. Niđurstađa könnunarinnar bendir ţví til ađ allt séu ţetta samverkandi ţćttir og vert er ađ rannsaka hvort um samfélagslegt vandamál er ađ rćđa eđa eingöngu tilviljun. Niđurstöđur könnunarinnar gefa vísbendingar um ađ börn og unglingar skilji vel ţýđingu orđsins streita. Báđir aldurshópar nefndu of mikiđ vinnuálag í tengslum viđ skólann og ónógan svefn.

Ađ lokum kemur fram ađ ţćr vísbendingar sem koma fram í svörum í ráđgjafa umbođsmanns barna og fulltrúa nemendaráđa gefi fullt tilefni til ađ menntamálayfirvöld beiti sér fyrir umfangsmeiri rannsókn á streitu, orsökum hennar og afleiđingum međal barna og unglinga.