Um þessa heimasíðu

Þessi heimasíðu-ó-mynd mín hefur verið í loftinu meira og minna síðan 1994 en auðvitað tekið vissum breytingum í tímans rás. Fyrst um sinn eða þangað til í desember 1997 var hún unnin í hinum og þessum textaritlum aðallega emacs og vi (the only way to html!) en þá fór hún yfir í FrontPage 98 frá Micro$oft. Eina ástæðan: það er gott HTML ,,view" í því :-) Það má eiginlega segja að það sé bara FrontPage og Outlook sem ég sakni í Unix heiminum.

Tilgangurinn með henni er ekki að sýna heiminum hvað ég er klár í að búa til heimasíður eða get búið til flottar (nú eða stolið :) hreyfimyndir. Aðaltilgangurinn er innihaldið og það er það sem skiptir máli. Allar athugasemdir um innihald, stafsetningu og það sem betur má fara eru alveg hjartanlega velkomnar í tölvupósti. Allar athugasemdir um útlit mun ég taka með miklum fyrirvara þar sem ég er algerlega smekklaus með öllu!

Innihaldið er t.d. ýmislegt um mig og hvað ég er að gera í skólanum.

Tungumálið var aldrei nein spurning. Íslenska er aðalmálið nema á myndasíðunum þar sem sumar þeirra tengjast alþjóðlegu starfi mínu innan Kidlink samtakanna.

Þetta er orðinn í fyrsta lagi alltof langur texti á einni síðu (svo mikið hef ég lært) þannig að það les þetta sennilega enginn. Ég óska samt þess að það hafið eitthvert gaman og gagn af því að skoða þessa síðu mína.

Akureyri, 13. janúar 1998


Breytingar í júní 2001.

Í júní 2001 tók ég mig til og ég breytti síðunni lítillega. Aðallega voru uppfærðar síður sem tengjast starfi og skóla. Einnig var myndasafnið tekið í gegn þar sem að myndir höfðu skemmst vegna bilunar í netþjóni. Búið var til tenglasafn undir heitinu Síður sem vert er að skoða. Þar má finna síður sem ég kíki reglulega á, síður um áhugamál mín auk krækja í heimasíður vina og vandræða manna. Verkefni sem unnin hafa verið í Sálfræði í Háskóla Íslands voru einnig sett inn á síðuna. Síðan var búin til sérstök síða um sálfræði

Auk þess var farið yfir síður, netföng samræmd og ónýtar krækjur voru merktar á eldri síðum eða þeim breytt á nýrri síðum.

Reykjavík, 4. júní 2001


Viðbætur í ágúst 2001.

Tók til í myndasafninu og bætti við það gömlum og nýjum myndum úr öllum áttum. Bjó til sérstakt einkamyndasafn (fært) sem er aðgangsstýrð eftir hópum. Einnig bjó ég til sérstakt Kidlink myndasafn (fært) fyrir myndir sem ég hef tekið á ferðalögum vegna Kidlink.

Reykjavík, 24. ágúst 2001


Uppfærslur og viðbætur í október 2001.

Uppfærði upplýsingar um starf og menntun. Bjó til sérstaka síðu fyrir efni úr kennslufræðinámi. Einnig hafa bæst við myndir í myndasafnið undir ýmsum flokkum frá því síðast.Tók einnig saman myndir sem áttu hvergi heima og setti undir Ljósmyndasíðu. Uppfærði linka á aðalsíðu.

Reykjavík, 10. október 2001


Nýjar síður í febrúar 2002.

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á þessari síðustu undanfarið. Sett var upp DVD safn, vefdagbók og dagatal sem keyrir á mySQL. Einnig var sett inn hluti af BA verkefni mínu úr sálfræði. Einnig bjó ég til sérstakan vef um bílaeign mína í gegnum tíðina. 

Reykjavík, 3. febrúar 2002


Breytingar á myndasafninu í apríl 2002.

Ég rakst á alveg yndislega græju sem heitir Gallery til að halda utan um myndasöfn á vefnum.Eftir að hafa gert nokkrar tilraunir þá komst ég að því að þetta var einmitt græjan sem mig vantaði. Með þessu sameinaði ég Ljósmyndasíðuna og Myndasafnið. Ég er að vinna í því að færa einkamyndasafnið yfir í þetta nýja kerfi en öll opin söfn eiga að vera komin yfir í dag.

Reykjavík, 15. apríl 2002


Tiltekt og uppfærslur.

Ég tók lítillega til í gömlum síðum og ákvað að setja þær saman undir einn lið á aðalsíðunni sem heitir nú Sarpur. Þar er að finna ýmsar síður sem ég uppfæri ekki lengur. Tenglar við aðrar síður voru athugaðir og texti lagfærður á nokkrum stöðum. CV var uppfært og bætt við yfirliti yfir greinar. Nýverið var hugbúnaðurinn sem heldur utan um vefdagbókina uppfærður og síðan skráð sem RSS veita á rss.molar.is. Uppflettisíða fyrir DVD safnið var svo skrifuð í PHP.

Seltjarnarnes, 10. desember 2002


Ný forsíða og nýtt dagbókarkerfi.

Í janúar var tekið í notkun nýtt dagbókarkerfi sem heitir MovableType. Einnig var forsíðan endurskipulögð og komið þar fyrir færslu síðustu 24 tíma úr vefdagbókinni. Notkunarskilmálar frá CreativeCommons voru settir inn á síðuna og er hægt að sjá þá hér.

Seltjarnarnes, 22. janúar 2003


Tiltekt og Microsoft áhrifum eytt.

Í tilefni af því að ég nota ekki lengur FrontPage til að halda utan um vefinn minn þá tók ég til í html-kóðanum með tidy og nota núna rsync til að færa þær síður sem hafa breyst af Linux vélinni minni heima yfir á pjus.is. Bílaeignarsíðan fékk uppfærslu. Heimsóknir í maí fóru yfir 7.100, þar af rúmlega 4.500 á vefdagbókina. Heimsóknir í sama mánuði 2001 voru 735 og 2002 voru þær 1.506. Flestar tilvísanir voru frá Leit.is, Molunum og Google.

Seltjarnarnes, 30. maí 2003


Flutningur.

Í dag var þessi vefur fluttir af http://www.pjus.is/trigger/ yfir á http://www.trigger.is. Mögulega munu einhverjar smávægilegar útlitsbreytingar fylgja í kjölfarið.

Seltjarnarnes, 17. júli 2003


Tenglasafn.

Tók í notkun Tenglasafnið góða frá Ingimari í stað þess að vera með síður sem ég mæli í statískri síðu. Hélt áfram að CSS væða síður í vefdagbókinni og lagaði sniðmát að breyttu útliti.

Seltjarnarnes, 13. ágúst 2003


Nýtt útlit
Uppfærði í afmælisútlit frá Dagnýju.

Reykjavík, 10. ágúst 2004


Nýtt myndasafn
Eftir langa bið þá uppfærði ég í Gallery 2.1 og við það breyttist urlið í myndasafnið mitt í Gallery2 en í leiðinni voru sett upp redirect til að vísa fólki áfram af gömlu slóðunum, þ.m.t. af færslum í vefdagbók.

Reykjavík, 22. júní 2006


Tiltekt
Tiltekt þar sem ég tók gamlar siður og færði til hliðar, t.d. "snillingar", "sarpur" og fleiri sem hafa ekki verið uppfærðar í mörg ár.

Reykjavík, 14. apríl 2007Aldur og ...
Myndasafn
Um þessa síðu
Kidlink
Sálfræði
Vefdagbók

Vefir
www.42.is
www.pjus.is
www.eldhus.is
www.ma98.net
Allt efni sem er á þessari síðu (undir slóðinni http://www.pjus.is/trigger) er unnið að öllu leyti eða að hluta af höfundi þessarar síðu. Notkun efnisins er með öllu óheimil án vitundar og samþykkis höfundar. Þær skoðanir sem koma fram á þessari síðu eru persónulegar skoðanir höfundar og endurspegla ekki skoðanir vinnustaðar né annarra aðila. Hægt er að hafa samband við höfund í tölvupósti sem finna má neðst á hverri síðu. Ef um samstarfsverkefni er að ræða er þess getið á viðkomandi síðum. Notkun eða vísun til efnis er tilkynningarskyld til höfundar. Höfundur er ekki ábyrgur fyrir því ef upplýsingar á þessari síðu leiða til tjóns fyrir aðra aðila en hann sjálfan. Ef rangfærslna eða ritskuldar verður vart á þessum síðum skal því komið áleiðis til höfundar svo hægt sé að leiðrétta og/eða eigna réttum aðilum verk sín. Sjá nánar.